70. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 140. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 9. maí 2012 kl. 09:15


Mættir:

Helgi Hjörvar (HHj) formaður, kl. 09:15
Birkir Jón Jónsson (BJJ), kl. 09:15
Guðlaugur Þór Þórðarson (GÞÞ), kl. 09:15
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM), kl. 10:35
Lilja Mósesdóttir (LMós), kl. 09:15
Magnús M. Norðdahl (MN) fyrir MSch, kl. 09:15
Margrét Tryggvadóttir (MT), kl. 09:15

Nefndarritari: Eiríkur Áki Eggertsson

Bókað:

1) 762. mál - fjármálafyrirtæki Kl. 09:15
Mál þetta bíður 1. umræðu.

Á fundinn komu Jón Gunnar Jónsson frá Bankasýslu ríkisins, Yngvi Örn Kristinsson frá Samtökum fjármálafyrirtækja, Ragnar Hafliðason, Björk Sigurgísladóttir og Hjálmar Brynjólfsson frá Fjármálaeftirlitinu og Páll Gunnar Pálsson frá Samkeppniseftirlitinu. Gestirni lýstu viðhorfum sínum til málsins og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Formaður, HHj, óskaði vinsamlegast eftir að gestirnir skiluðu skriflegum athugasemdum fyrir eða til og með þriðjudag í næstu viku.

2) 763. mál - innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta Kl. 10:00
Mál þetta bíður 1. umræðu.

Á fundinn komu Hjálmar Brynjólfsson og Tómas Sigurðsson frá Fjármálaeftirlitinu, Jón Gunnar Jónsson frá Bankasýslu ríkisins, Yngvi Örn Kristinsson og Jón Guðni Ómarsson frá Samtökum fjármálafyrirtækja. Gestirnir lýstu viðhorfum sínum til málsins og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Formaður, HHj, óskaði vinsamlegast eftir að gestirnir skiluðu skriflegum athugasemdum fyrir eða til og með þriðjudag í næstu viku.

3) Samstarf til að hraða úrvinnslu gengislánadóms Hæstaréttar frá 15. febr. sl. Kl. 10:30
Á fundinn komu Ásta Helgadóttir og Hjörleifur frá Umboðsmanni Skuldara ásamt Einari Huga Bjarnasyni hdl. Einnig sátu fundinn Yngvi Kristinsson og Jóna Björk Guðnadóttir frá Samtökum fjármálafyrirtækja. Gestirnir svöruðu spurningum nefndarmanna.

Formaður, HHj, heimilaði myndatökumanni Stöðvar 2 að taka myndir í upphafi umfjöllunar.

Fulltrúar Samtaka fjármálafyrirtækja afhentu á fundinum Samantekt, dags. 8. maí 2012, og undirrituð er af Aðalsteini E. Jónassyni hrl. og Stefáni A Svensson hrl. sem tilnefndir voru af Samtökum fjármálafyrirtækja og Sigríði Rut Júlíusdóttur og Einari Huga Bjarnasyni hdl. sem tilnefnd voru af Umboðsmanni skuldara.

4) 653. mál - skattar og gjöld Kl. 11:15
Á fundinn komu Ingibjörg Helga Helgadóttir og Guðmundur Jóhann Árnason frá fjármálaráðuneyti. Gestirni gerðu grein fyrir tillögu til breytinga á frumvarpinu sem ráðuneytið leggur til við nefndina.

Tillögunni var dreift í drögum á fundinum og varðar lög nr. 96/1995, um gjald af áfengi og tóbak.

5) 703. mál - hlutafélög Kl. 11:30
Á fundinn komu Jón Ögmundur Þormóðsson frá efnahags- og viðskiptaráðuneyti og Hafsteinn S. Hafsteinsson frá fjármálaráðuneyti. Gestirnir svöruðu spurningum nefndarmanna.

Fulltrúi efnahags- og viðskiptaráðuneytis afhenti á fundinum skrá ríkisskattstjóra yfir opinber hlutafélög.

6) 731. mál - gjaldeyrismál Kl. 11:45
Á fundinn komu Björg Jóhannesdóttir, Davíð Gíslason og Kolbeinn Árnason frá slitastjórn Kaupþings. Gestirnir lýstu sjónarmiðum sínum til málsins og svöruðu spurningum nefndarmanna.

7) Önnur mál. Kl. 12:00
Á fundinum leitaði formaður, HHj, eftir samþykki nefndarmanna fyrir því að flytja frumvarp um breytingar á innheimtulögum sem samið er af réttarfarsnefnd. Gaf hann nefndarmönnum frest þar til eftir þingflokksfundi í dag.

Formaður vakti máls á tilgreindum forgangsmálum í umfjöllun nefndarinnar og óskaði eftir að nefndarmenn kæmu óskum sínum um gestaboðanir á framfæri við ritara.

MT áheyrnarfulltrúi sat fundinn.
LRM stýrði fundi undir 5. dagskrármáli í fjarveru HHj sem vék af fundi frá kl. 11:30 til 11:45.
SkH var fjarverandi vegna annarra þingstarfa.
ÞrB og TÞH voru fjarverandi.

LMós óskaði eftir umfjöllun um gjaldeyrishöftin.

Fundi slitið kl. 12:05